top of page

Raunveruleikinn í Reykjanesbæ.

 

 

 

Íslandsbanki gaf út á dögunum skýrslu um stöðu sveitarfélaganna sem undirstrikar það sem við hjá Frjálsu afli höfum sagt um fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar. Þrjú sveitarfélög eru það skuldsett að reksturinn stendur ekki undir skuldsetningunni. Af þessum þremur sveitarfélögum er Reykjanesbær langverst staddur. Ef um hlutafélag væri að ræða, bæri stjórn þess skylda samkvæmt lögum að gefa það upp til gjaldþrotaskipta. Það er því ljóst að við verðum að taka á þessum vanda strax!

Til að takast á við vandann vill Frjálst afl gera eftirfarandi:

 

Hagræðing: Til þess að hagræða í rekstri Reykjanesbæjar þarf að setja raunhæf markmið til næstu ára hvernig málum skal háttað. Eitt vandamesta en jafnframt mikilvægasta verkefnið  er að ná jafnvægi milli tekna og gjalda hjá bænum. Jafnvægi er forsenda þess að hægt verði að koma á stöðugleika í efnahag bæjarins á nýjan leik og auka kaupmátt á svæðinu.

 

Endurskipulag: Endurskipuleggja þarf stjórnsýslu Reykjanesbæjar. Til að það sé hægt, verður verulegur hluti af lækkun útgjalda á tímabilinu að nást með aukinni hagræðingu í rekstri bæjarins, svo sem með endurskipulagningu allra sviða Reykjanesbæjar.

 

Ábyrgur rekstur deilda: Það kemur fram í ársreikningi Reykjanesbæjar fyrir árið 2013 að vissar deildir innan bæjarins fóru langt fram úr fjárveitingum. Eignasjóður fór t.d. 591 milljón króna fram yfir áætlun. Þarna er greinilega hægt að laga ýmislegt og á fleiri stöðum innan ákveðinna deilda hjá bænum.  

 

Faglegur bæjarstjóri: Við viljum ráða faglegan bæjarstjóra sem hefur þekkingu og reynslu af rekstri og endurskipulagningu skulda. Hér dugar ekkert hálfkák.

 

Atvinnumál: Áhersla á raunverulega atvinnuuppbyggingu í Helguvík og aukin áhersla á störf sem geta skapast strax í t.d. ferðamannaþjónustunni. Þar eru mikil sóknarfæri sem tengist afþreyingu o.fl. þess háttar.

Skýrslu Íslandsbanka má nálgast hér.

Davíð Páll Viðarsson

3. sæti Frjáls afls X-Á

Frjálst afl  - Hafnargötu 91 - 230 Reykjanesbær. 

                           frjalstafl@frjalstafl.is                                                                                                                                                                                                                    

  • Twitter App Icon
  • Instagram App Icon
  • Twitter App Icon
  • Instagram App Icon

Frjálst afl  - Brekkustígur 41 - 260 Reykjanesbær. 

                           frjalstafl@frjalstafl.is                                                                                                                                                                                                                    

bottom of page