top of page

Íbúar í fyrirrúmi

Hinn 4. desember 2015 lá fyrir niðurstaða úr íbúakosningu í Reykjanesbæ vegna kísilvers í Helguvík. Alls kusu 50.4% með því að kísilver mætti rísa. Bæjarstjórn afgreiddi síðan málið með þeim hætti að allir bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með málinu. Seinna varð ljóst að kísilver United Silicon fór ekki eftir starfsleyfi sínu, m.a. með því að menga meira og á annan hátt en leyfi var fyrir. Það var því ljóst að bæjarbúar og bæjarstjórn höfðu verið blekkt af forsvarsmönnum þessa fyrirtækis. Við það varð ekki unað og lýsti bæjarráð þegar 24. nóvember 2016 yfir áhyggum af lyktar- og reykmengun frá kísilveri United Silicon.

 

Umhverfisstofnun var kölluð á fund 1. desember 2016 þar sem áhyggjur bæjarráðs voru ítrekaðar og óskað var eftir því að Umhverfisstofnun fylgdist mjög náið með framvindunni. Í framhaldi af þessum fundi með Umhverfisstofnun var enn bætt í eftirlitið með nýjum loftgæðamæli hinn 2. mars 2017 var enn fjallað um málið og Umhverfisstofnun gerði grein fyrir þeim athugasemdum sem stofnunin sendi United Silicon.

Hinn 30. mars 2017  eru Umhverfisstofnun og landlæknisembættið kölluð á fund til að gera grein fyrir niðurstöðum sínum. Enn ítrekar bæjarráð þá við Umhverfisstofnun mikilvægi þess að loftgæði verði ekki skert til lengri tíma.  Eftir þann fund krafðist Umhverfisstofnun þess loks með bréfi  dagsettu 12. apríl að framleiðsla United Silicon yrði stöðvuð. Þá hafði Umhverfisstofnun einnig borist fjölmargar kvartanir frá íbúum.
 

Það er því ljóst að með samstilltu átaki íbúa og bæjarfulltrúa tókst að stemma stigu við mengun United Silicon umfram leyfileg mörk og knýja Umhverfisstofnun til þess að grípa til aðgerða til að stöðva mengunina.

Alexander Ragnarsson, 4. sætið á lista Frjáls afls

  • Twitter App Icon
  • Instagram App Icon

Frjálst afl  - Brekkustígur 41 - 260 Reykjanesbær. 

                           frjalstafl@frjalstafl.is                                                                                                                                                                                                                    

bottom of page